Hlaðvarpið

126. Jón Trausti Ólafsson

Informações:

Sinopsis

Jón Trausti er framkæmdastjóri Öskju, hann ólst upp við bíla á bílasölu sem pabbi hans á svo hann á ekki langt að sækja bílasöluáhugann þrátt fyrir að vera ekki svokallaður bíladellukall. Jón Trausti starfaði sem fararstjóri og var í Portúgal eftir menntaskóla. En mömmu hans fannst hann farinn að vera full mikið í burtu og skráði hann því í skólann á Bifröst. Jón Trausti hóf svo störf hjá Heklu 1998 sem sölustjóri í notuðum bílum og starfaði þar þangað til Askja var stofnuð. Jón segir okkur frá hvernig það er að vinna með þekkt stór alþjóðleg vörumerki líkt og Mercedes Bens, KIA og Honda og hvaða áhrifa Covid hafði á þeirra rekstur. Markaðssmál, mannauðsmál, rútur, rafmagnsbílar og félagsstörf hjá Bílgreinasambandinu bera einnig á góma.