Hlaðvarpið

Davíð Goði

Informações:

Sinopsis

Davíð Goði, kvikmyndagerðarmaður, stofnandi og eigandi Skjáskots, er viðmælandi Óla Jóns í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Með Óla Jóns. Davíð Goði byrjaði snemma að sýna áhuga á myndbandsgerð. Fiktaði hann sig áfram með svokölluðum point and shoot-vélum þegar hann var yngri. Valdi hann meðal annars Verslunarskóla Íslands af því að þar gat hann stundað þetta áhugamál sitt meðfram náminu. Eftir Versló og stuttan tíma á vinnumarkaði stofnaði Davíð Skjáskot með pabba sínum. Í þessu viðtali segir Davíð okkur frá því meðal annars frá verkefnum sem þeir hafa unnið að ásamt sögu Skjáskots til dagsins í dag. Davíð segir okkur líka frá því að hann er að dokumentera líf sonar síns sem fæddist á síðasta ári og fórum við meðal annars yfir hvað það gæti orðið skemmtilegt fyrir bæði soninn og fjölskylduna að sjá afraksturinn af því. Davíð sagði hann okkur líka frá hvernig það hjálpaði honum í gegnum veikindi sem hann lenti í að dokumentera þá sögu. Skemmtilegt og einlægt viðtal við Davíð Goða.